bréf íbúaráðs Laugardals vegna erindi íbúa um skipulagsmál og umgengni
Vogabyggð svæði 3
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 696
31. ágúst, 2018
Samþykkt
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar dags. 18. maí 2018 um nýtt deiliskipulag fyrir Vogabyggð svæði 5, samkvæmt uppdr. Jvantspijker og Teiknistofunnar Traðar dags. 29. maí 2018. Markmið skipulagsins er að vinna með samspil þéttrar byggðar og opinna svæða, ásamt því að vernda einstök svæði vegna jarðfræði, minja og lífríkis. Um er að ræða nýja lóð fyrir leik- og grunnskóla, nýja brúartengingu milli svæðisins og aðaltorgs Vogabyggðar á svæði 2, smábátahöfn Snarfara er stækkuð og félagssvæðið endurskipulagt. Nánar er vísað til kynningargagna. Einnig er kynnt greinargerð og skilmálar dags. 29. maí 2018. Tillagan var auglýst frá 17. júlí 2018 til og með 28. ágúst 2018. Engar athugasemdir bárust. Einnig er lögð fram umsögn Veitna ohf. dags. 28. ágúst 2018.
Svar

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar