Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. október 2018 var lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 28. september 2018 um framkvæmdaleyfi á svæði 1 í Vogabyggð sem felst í uppbyggingu sjóvarnar- og grjótvarnargarðs og landfyllingu á Gelgjutanga, samkvæmt uppdr. VSÓ ráðgjafar dags. 2. ágúst 2018. Einnig er lagt fram minnisblað skrifstofu umhverfisgæða dags. 26. maí 2018. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2018. Jafnframt er lagður fram tölvupóstur skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 22. febrúar 2021 þar sem óskað er eftir framlengingu á framkvæmdaleyfi.