Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 15. febrúar 2019 var lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 7. febrúar 2019 þar sem stofnunin ítrekar að hún telur að áform um stækkun smábátahafnarinnar séu í ósamræmi við Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030. Erindinu var vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra og deildarstjóra aðalskipulags Reykjavíkur og er nú lagt fram að nýju ásamt uppdr. Jvantspijker og Teiknistofunnar Traðar dags. 29. maí 2018 síðast lagf. 26. febrúar 2019, greinargerð og skilmálar Jvantspijker og Teiknistofunnar Traðar dags. 29. maí 2018 síðast lagf. 26. febrúar 2019.