bréf íbúaráðs Laugardals vegna erindi íbúa um skipulagsmál og umgengni
Vogabyggð svæði 3
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 797
12. nóvember, 2020
Annað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. október 2020 var lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 22. október 2020 þar sem stofnunin getur ekki tekið afstöðu til breytingarinnar fyrr en umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur liggur fyrir um deiliskipulagsbreytinguna hvað varðar viðbrögð við of miklum hávaða frá aðliggjandi iðnaðarsvæði sbr. minnisblaði Eflu dags. 12. mars 2019. Þá telur stofnunin að betur þurfi að gera grein fyrir nokkrum atriðum sbr. bréfi stofnunarinnar. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 30. október 2020 og bréfi Teiknistofunnar Traðar dags. dags. 10. nóvember 2020.
Svar

Lagt fram.