Lögð fram umsókn Þorsteins Inga Garðarssonar dags. 29. maí 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Vogabyggðar svæði 1 vegna lóðar nr. 1.6. Í breytingunni felst m.a. að heimila aukið byggingarmagn og reisa íbúðir í þremur húshlutum ofan á bílgeymslu, fækka bílastæðum í götu, gera þemagarð á borgarlandi austast á svæðinu ásamt því að breyta lögun lóðar og götu, samkvæmt deiliskipulagsuppdrætti Jvantspijker og Teiknistofunnar Traðar dags. 22. maí 2020. Einnig eru lagðir fram skilmálar fyrir húsbyggingar og mannvirki á lóð dags. 26. janúar 2018 br. 22. maí 2020, minnisblað Eflu dags. 12. mars 2019 um hljóðmælingar og umboð Gelgjutanga ehf. dags. 25. maí 2020.