Lögð fram umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar dags. 18. maí 2018 um nýtt deiliskipulag fyrir Vogabyggð svæði 5, samkvæmt uppdr. Jvantspijker og Teiknistofunnar Traðar dags. 29. maí 2018. Markmið skipulagsins er að vinna með samspil þéttrar byggðar og opinna svæða, ásamt því að vernda einstök svæði vegna jarðfræði, minja og lífríkis. Um er að ræða nýja lóð fyrir leik- og grunnskóla, nýja brúartengingu milli svæðisins og aðaltorgs Vogabyggðar á svæði 2, smábátahöfn Snarfara er stækkuð og félagssvæðið endurskipulagt. Nánar er vísað til kynningargagna. Einnig er lögð fram greinargerð og skilmálar dags. 29. maí 2018.
Svar
Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs Komi til auglýsingar á breytingu deiliskipulagi, þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1193/2016.