bréf íbúaráðs Laugardals vegna erindi íbúa um skipulagsmál og umgengni
Vogabyggð svæði 3
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 773
15. maí, 2020
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. maí 2020 var lögð fram umsókn THG Arkitekta ehf. dags. 22. apríl 2020 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Vogabyggðar svæðis 1. Í breytingunni felst fjölgun á B fermetrum í Stefnisvogi fyrir lóðir 1-2, 1-3, 1-4 og 1-5, samkvæmt tillögu THG Arkitekta ehf. dags. 20. apríl 2020. Einnig er lagður fram tölvupóstur Bjargs íbúðafélags dags. 12. maí 2020 þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við breytinguna. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir lið 8.2 í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1231/2018.