bréf íbúaráðs Laugardals vegna erindi íbúa um skipulagsmál og umgengni
Vogabyggð svæði 3
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 647
1. september, 2017
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 11. maí 2017, vegna gerðs nýs deiliskipulags Vogabyggðar svæði 1 fyrir Gelgjutanga. Einnig er lögð fram almenn greinargerð og skilmálar fyrir innviði, dags. 11. maí 2017, og skilmálar fyrir húsbyggingar og mannvirki á lóð, dags. 11. maí 2017, umhverfisskýrsla VSÓ ráðgjafar, dags. júní 2016 og byggðakönnun, fornleifaskrá og húsakönnun, dags. 2016. Tillagan var auglýst frá 2. júní til og með 14. júlí 2017. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Eik fasteignafélag, dags. 23. maí 2017, Hörður Páll Steinarsson, dags. 10. júlí 2017 og Festir fasteignafélag ehf. dags. 14. júlí 2017. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 21. júlí 2017 og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs.