Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 13. maí 2022 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. maí 2022 þar sem sótt er um leyfi til að byggja náttúru- og fræðsluhús í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum ásamt tengigangi við núverandi veitingasölu, í húsnæðinu verði jafnframt frístundaheimili fyrir börn í 3.-4. bekk með sér inngangi á suðausturhlið, þrjár kennslustofur á neðri hæð, stoðrými og skrifstofur á efri hæð, mesti fjöldi í frístundaheimili er 25, heildarfjöldi sumarstarfsmanna er 100 og mest verða 200 börn í einu í frístund í húsi á lóð nr. 13 við Engjaveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.