Fyrirspurn
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 27. september 2022 þar sem sótt er um leyfi til að færa núverandi skála sem var hluti matshluta nr. 10, skálinn verði reistur á staðsteypta sökkla og botnplötu gegnt selalaug garðsins, til stendur að nýta skálann undir smádýr, matshluti nr. 14 á lóð nr. 13 við Engjaveg.