Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Gunnars Dan Wium dags. 9. apríl 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Sogavegar - Rauðagerðis vegna lóðarinnar nr. 74 við Rauðagerði. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit og aukningu á byggingarmagni ásamt byggingu kvista til norðurs og suðurs, samkvæmt uppdr. verkfræðistofunnar Möndull dags. 2. apríl 2014. Tillagan var grenndarkynnt frá 22. apríl til og með 20. maí 2014. Engar athugasemdir bárust.