Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. september 2017 var lögð fram umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, mótt. 14. september 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi Breiðholt I vegna lóðar nr. 1 við Fálkabakka. Í breytingunni felst að færa inn núverandi aðstæður s.s. byggingu, stíg og bílastæði auk þess að færa innkeyrslu, breyta lóðarmörkum, útbúa byggingarreit og skammtímastæði, skv. uppdrætti
Landslags ehf.
, dags. 2. nóvember 2017. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar
Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs Komi til auglýsingar á breytingu deiliskipulagi, þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1193/2016.