Fyrirspurn
Á fundi skipulagsfulltrúa 17. júlí 2015 var lagt fram erindi af afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. júlí 2015 þar sem sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt fjölbýlishús, þrjár til fimm hæðir með 52 íbúðum á bílakjallara fyrir 53 bíla á lóð nr. 42-44 við Friggjarbrunn. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. ágúst 2015.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 13. febrúar 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. febrúar 2015. Stærð A-rými: 6.178,2 ferm., 18.365,5 rúmm. B-rými: 1.953,2 ferm., 4.346,1 rúmm., þ.a. bílgeymsla 1.472,5 ferm. C-rými: 286,6 ferm. Gjald kr. 9.500