Á fundi skipulagsfulltrúa 27. maí 2016 var lögð fram fyrirspurn
Grímu arkitekta ehf.
f.h. Hafnarstræti 1 ehf., mótt. 27. apríl 2016, varðandi niðurrif og uppbyggingu á lóð nr. 30 við Vesturgötu sem felst m.a. í hækkun sökkuls á núverandi íbúðarhúsi, niðurrifi viðbyggingar sem reist var við norðurhlið hússins og koma baðherbergjum og stiga sem þar eru fyrir inni í húsinu, niðurrifi skúrbygginga á norðurhluta lóðarinnar, byggingu þriggja sambyggðra nýbygginga nyrst á lóðinni o.fl., samkvæmt tillögu
Grímu arkitekta ehf.
, dags. 16. maí 2016. Einnig er lögð fram greinargerð
Grímu arkitekta ehf.
, dags. 22. maí 2016 og frumkostnaðarmat VSÓ ráðgjafar vegna breytinga, dags. í október 2015. Jafnframt eru lagðar fram umsagnir Minjastofnunar Íslands, dags. 3. maí 3016 og 23. maí 2016. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.