Viðbygging við íbúðarhús og niðurríf bílskúrs
Sjafnargata 3
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 5 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 492
23. maí, 2014
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Á fundi skipulagsfulltrúa 16. maí 2014 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. maí 2014 þar sem sótt er um leyfi til að byggja steinsteypta viðbyggingu með þaksvölum og verönd, gerð er grein fyrir áður gerðum garðskála og mhl. 70 er breytt í mhl. 02 við einbýlishús á lóð nr. 3 við Sjafnargötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. maí 2014.
Bréf frá hönnuði dags. 29.apríl 2014 og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 8. maí 2014. Stækkun húss er 75,92 ferm. 205 rúmm. Garðskáli stærð : 15,7 ferm., 46,3 rúmm. Samtals stærðir: 91,62 ferm. 251,3 rúmm. Gjald kr. 9.500
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Sjafnargötu 1, 2, 4,5, 6 og Freyjugötu 28, 30 og 32.