Viðbygging við íbúðarhús og niðurríf bílskúrs
Sjafnargata 3
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 5 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 484
21. mars, 2014
Annað
Fyrirspurn
Á fundi skipulagsfulltrúa 14. mars 2014 var lögð fram fyrirspurn Dap ehf. dags. 13. mars 2014 um að byggja við austurhlið hússins á lóðinni nr. 3 við Sjafnargötu, samkvæmt uppdr. Dap ehf. dags. 12. mars 2014. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. mars 2014.
Svar

Ekki er gerð athugasemd við fyrirspurnina með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 21. mars 2014.
Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt berist hún.