Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 31. janúar 2020 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. janúar 2020 þar sem sótt er um leyfi að byggja við núverandi frystivélahús, mhl.05, úr staðsteyptri steinsteypu að hluta og að hluta úr stálgrind, auk þess sem eimsvali verður settur á þakið, sem verður mhl 08, á lóð nr. 1 við Norðurgarð. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. febrúar 2020.
Stækkun mhl. 05 er: 140,8 ferm.,655,6 rúmm. Stærðir Eimsvali, sem hefur mhl. 08 er: 39,4 ferm., 212,8 rúmm. Samtals stækkun er: 180,2 ferm., 868,4 rúm. Gjald kr. 11.200