breyting á deiliskipulagi
Bergstaðastræti 10B
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 754
6. desember, 2019
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
463194
466075 ›
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 12. júlí 2019 var lögð fram umsókn Magnúsar Jenssonar dags. 10. maí 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.180.2 vegna lóðarinnar nr. 10C við Bergstaðastræti. Í breytingunni felst leiðrétting og breyting á lóðarmörkum og gerð byggingarreits fyrir tengibyggingu milli íbúðarhúss og skúrs á baklóðinni, samkvæmt uppdrætti Magnúsar Jenssonar dags. 19. nóvember 2015. Einnig er lagt fram samþykki lóðarhafa að Bergstaðastræti 12 mótt. 4. desember 2019. Jafnframt er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 4. júlí 2019. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir óveruleg breytingu á deiliskipulagi á grundvelli málsmeðferðar skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga og þarf að greiða skv. 8.2. gr. sbr. 12. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1231/2018, áður en breytingin er auglýst í B- deild Stjórnartíðinda.