framkvæmdaleyfi
Elliðavatnslína
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 10 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 505
22. ágúst, 2014
Samþykkt
Fyrirspurn
Á fundi skipulagsfulltrúa 4. júlí 2014 var lögð fram umsókn Orkuveitu Reykjavíkur dags. 30. júní 2014 um framkvæmdaleyfi vegna lagningu háspennustrengs í jörð og niðurtektar Elliðavatnslínu. Einnig eru lagðir fram afstöðu- og yfirlitsuppdrætti dags. 2. júlí, minnisblað Orkuveitu Reykjavíkur dags. 4. júlí 2014 og áhættumat ódags. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt bréfi Umhverfisstofnunar, dags. 10. júlí 2014. Einnig er lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 14. ágúst 2014.
Svar

Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til heimilda í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, sbr. 13. gr. skipulagslagalaga.