Fyrirspurn
Á fundi skipulagsfulltrúa 8. ágúst 2014 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 29. júlí 2014. Sótt er um leyfi til að stækka kvist og byggja svalir við hann, stækka aðaltröppur með palli, breyta stiga milli kjallara og neðri hæðar, koma fyrir salernum og böðum í fjórum svefnherbergum, breyta inntaki og endurnýja heimtaugar og heimaæðar í húsinu lóð nr. 29A við Ránargötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. ágúst 2014.
Umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 10. júní 2014 og tölvupóstur frá Borgarsögusafni Reykjavíkur dags 31. júlí 2014 og hönnuði dags. 21. júní 2014 fylgja erindi.
Stækkun kvist : 8,3 rúmm. Gjald kr. 9.500