breyting á deiliskipulagi
Nýlendugata 19C
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 8 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 595
28. júlí, 2016
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Þórðar Braga Jónssonar, mótt. 9. febrúar 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Nýlendureits vegna lóðarinnar nr. 19C við Nýlendugötu. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit á norðurhlið hússins og gera svalir ofan á útbyggingu neðri hæðar sem er á vesturhlið hússins, samkvæmt uppdr. VA arkitekta ehf., dags. 26. janúar 2016. Grenndarkynning stóð yfir frá 6. júní til 4. júlí 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Adolf Friðriksson, dags. 1. júlí 2016. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á fundi skipulagsfulltrúa 8. júlí 2016.
Svar

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

101 Reykjavík
Landnúmer: 100175 → skrá.is
Hnitnúmer: 10024235