Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. maí 2015 þar sem sótt er um leyfi til að hækka ris, byggja kvisti, koma fyrir nýjum stiga milli hæða, stækka svalir og breikka inngangströppur og útbúa nýjan inngang fyrir íbúðir 0101 og 0201 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 63 við Víðmel. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 13. mars 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. mars 2015. Jákvæðar fyrirspurnir BN048310 dags. 14. október 2014 og BN048437 28. október 2014 fylgja erindinu. Samþykki meðlóðarhafa á A4 teikningum dags. 15.jan. 2015 fylgir erindinu. Samþykki meðlóðarhafa á A4 teikningum dags. 15 jan. 2015 fylgir erindinu. Stækkun: 97,0 ferm., 276,0 rúmm. Gjald kr. 9.823
Svar
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Víðimel 61, 64, 65, 66 og 68 og Reynimel 64 og 66.