Nýbygging
Bergstaðastræti 29
Síðast Engar athugasemdir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 712
18. janúar, 2019
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 23. október 2018 þar sem sótt er um leyfi til byggja mhl. 02 sem er tveggja hæða steinsteypt íbúðarhús með kjallara á lóð nr. 29 við Bergstaðastræti. Erindi var grenndarkynnt frá 5. nóvember 2018 til og með 3. desember 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Húseigendafélagið f.h. Telmu Hrund Jóhannesdóttur dags. 29. nóvember 2018, Brynja Aðalsteinsdóttir dags. 30. nóvember 2018, Berglind Sigurðardóttir f.h. eigenda að Bergstaðastræti 31A og Helga Berglind Atladóttir og Bjarni Már Bjarnason dags. 1. desember 2018, Sigurður Atli Atlason dags. 2. desember 2018 og Halldóra Jónsdóttir, Sigurður Páll Árnason, Ísold Jakobsdóttir og Benedikt Óttar Snæbjörnsson dags. 3. desember 2018. Einnig er lagður fram uppdráttur/sniðmyndir GRÍMA-arkitekta dags. 21. desember 2018 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 11. janúar 2019. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. desember 2018 og er nú lagt fram að nýju.
Stærð mhl.02: 226,7 ferm., 682,4 rúmm. Gjald kr. 11.000
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.

101 Reykjavík
Landnúmer: 102073 → skrá.is
Hnitnúmer: 10007042