deiliskipulag
Stangarholt 3-11
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 9 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 565
4. desember, 2015
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að deiliskipulagi lóðarinnar nr. 3-11 við Stangarholt. Í skipulagstillögunni felst skipting lóðar, gera byggingarreit fyrir færanlega skólastofu vestan megin leikskólans o.fl., samkvæmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 15. júlí 2015. Einnig er lagt fram samþykki meðlóðarhafa að Stangarholti 3-11, mótt. 18. maí og 9. og 17. júlí 2015. Tillagan var auglýst frá 30. september til og með 25. nóvember 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Ragnhildur S. Birgisdóttir, dags. 11. nóvember 2015 og beiðni Hverfisráðs Hlíða um frest til að skila inn umsögn. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra af fundi skipulagsfulltrúa 27. nóvember 2015 og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs

105 Reykjavík
Landnúmer: 103306 → skrá.is
Hnitnúmer: 10020232