breyting á deiliskipulagi
Mýrargata 21-23 (Bræðraborgarstígur 2 og Bakkastígur 8)
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 3 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 795
30. október, 2020
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Einars Ólafssonar, dags. 18. júlí 2019, varðandi breytingu á deiliskipulagi Nýlendureits, reits 1.131, vegna lóðarinnar nr. 21-23 við Mýrargötu. Í breytingunni felst að minnka umfang og hæðir kirkjunnar ásamt því að kirkjuturnar eru lækkaðir. Turnunum fækkar úr 5 í 2, hámarkshæð hærri turns minnkar úr 22 metrum niður í 18 metra og minni turns úr 17. metrum niður í 15 metra og umfang kirkjunnar minnkar, samkvæmt deiliskipulags-, skuggavarps- og skýringaruppdr. Arkiteo ehf. dags. 18. maí 2020. Tillagan var auglýst frá 17. júlí 2020 til og með 31. ágúst 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Íbúaráð Vesturbæjar dags. 31. ágúst 2020, íbúasamtök Vesturbæjar dags. 31. ágúst 2020, Rússneska Rétttrúnaðarkirkjan á Íslandi dags. 31. ágúst 2020 og Guðmundur Pálsson dags. 1. september 2020. Einnig er lagt fram minnisblað skrifstofu borgarstjóra og borgarritara dags. 16. september 2020 og bréf íbúaráðs Vesturbæjar dags. 29. september 2020 vegna athugasemda fulltrúa Pírata um tillögu að deiliskipulagi lóðarinnar. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. september 2020 og er nú lögð fram að nýju.
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.