breyting á deiliskipulagi
Mýrargata 21-23 (Bræðraborgarstígur 2 og Bakkastígur 8)
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 2 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 853
21. janúar, 2022
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að breytingu á deiliskipulagi Nýlendureits vegna Mýrargötu 21 og 23. Í breytingunni felst að sameina lóðirnar í eina lóð. Nýtingarhlutfall lóðar breytist lítillega þar sem tengigangur neðanjarðar er talinn með í fermetrum bygginganna. Byggingarmagn helst óbreytt sem og stærð og umfang bygginganna sem helst óbreytt. Við sameiningu lóðanna verða fjögur bílastæði á lóðinni, þar af eitt fyrir hreyfihamlaða, samkvæmt uppdr. Arkiteó, dags. 20. janúar 2022.
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir óveruleg breytingu á deiliskipulagi á grundvelli málsmeðferðar skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga og þarf að greiða skv. 8.2. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1551/2021, áður en breytingin er auglýst í B- deild Stjórnartíðinda.