Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. desember 2017 þar sem sótt er um leyfi til að byggja 3. hæð og ris, innrétta nýja íbúð í risi, byggja svalir á suðurgafli 1. 2. 3. hæðar, gera nýjan inngang og innrétta íbúðarherbergi í kjallara tvíbýlishúss á lóð nr. 4 við Mímisveg. Erindi var grenndarkynnt frá 22. desember 2017 til og með 24. janúar 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Kristín Andrea Þórðardóttir dags. 23. janúar 2017, Hulda Helgadóttir dags. 23. janúar 2018 og Fjeldsted og Blöndal lögmannsstofa slf. f.h. íbúa og eigenda Freyjugötu 42 og 44 og Mímisveg 8 dags. 24. janúar 2018 ásamt fylgiskjölum. Einnig er lagt fram bréf eigenda hluta húseignarinnar að Barónsstíg 78 dags. 10. janúar 2018 þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við erindið. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 26. janúar 2018 og er nú lagt fram að nýju. Erindi var áður samþykkt 15. desember 2015 sem erindi BN049682 en var fellt úr gildi 1. desember sl. Stækkun: 100,8 ferm., 241,8 rúmm.