Breytingar inni - endurgerð garðs
Bergstaðastræti 86
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 848
3. desember, 2021
Annað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 19. nóvember 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 16. nóvember 2021 þar sem sótt er um leyfi til að fjarlægja veggi milli forstofuherbergis og stofu, og milli eldhúss og borðstofu, koma fyrir stálbita og arni, endurhanna lóð með steyptum veggjum ásamt því að sótt er um leyfi fyrir áður gerðu bílastæði með aðkomu frá Barónsstíg á lóð nr. 86 við Bergstaðastræti. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt tölvupósti embættis byggingarfulltrúa dags. 2. desember 2021 þar sem umsagnarbeiðni er dregin til baka.
Erindi fylgir yfirlit breytinga og minnisblað um breytingar á burðarvirki frá verkfræðistofunni Eflu dags. 22. júlí 2021. Gjald kr. 12.100
Svar

Lagður fram tölvupóstur byggingarfulltrúa, dags. 2. desember 2021, þar sem umsagnarbeiðnin er dregin tilbaka.

101 Reykjavík
Landnúmer: 102709 → skrá.is
Hnitnúmer: 10007102