Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. júlí 2015. Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypta bílgeymslu og útigeymslu í suðausturhorni lóðar, sjá fsp. BN049420 frá 26. maí 2015, gera nýjan inngang á suðurhlið jarðhæðar, byggja nýja stoðveggi, koma fyrir setlaug, endurskipuleggja lóð og útbúa tvö ný bílastæði við einbýlishús á lóð nr. 21 við Laugarásveg. Grenndarkynning stóð frá 17. júlí 2015 til 14. ágúst 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Haraldur Bjarnason og Hanna Guðmundsdóttir, dags. 14. júlí 2015. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra af fundi skipulagsfulltrúa 28. ágúst 2015 og er nú lagt fram að nýju. Bílskúr 29,2 ferm., 87,4 rúmm. Útigeymsla: 16,2 ferm.þ., 48,8 rúmm. Gjald kr. 9.823