breyting á deiliskipulagi
Lindargata 10
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 7 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 544
26. júní, 2015
Annað
Fyrirspurn
Á fundi skipulagsfulltrúa 19. júní 2015 var lögð fram fyrirspurn Bergs Þorsteinssonar Briem ark. dags. 15. júní 2015 varðandi uppbyggingu á lóð nr. 10 við Lindargötu sem felst m.a. í að byggja viðbyggingu á milli Lindargötu 10 og 12 ásamt byggingu nýs húss upp að brunagafli Smiðjustígs 12, samkvæmt tillögu R21 ark. dags. 2. júní 2015. Einnig er lögð fram greinargerð Bergs Þorsteinssonar Briem ark. dags. 15. júní 2015. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju.
Svar

Vísað til umsagnar Minjastofnunar Íslands og Borgarsögusafns Reykjavíkur.

101 Reykjavík
Landnúmer: 101006 → skrá.is
Hnitnúmer: 10018419