Fjölbýlishús
Skipholt 1
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 675
6. apríl, 2018
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 16. mars 2018 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. mars 2018 þar sem sótt er um leyfi til að byggja 4. hæð ofaná og 5. hæð yfir hluta húss, sameina í einn matshluta og innrétta gististað í flokki IV, teg. hótel, með 78 herbergjum fyrir 156 gesti, byggja flóttastiga á austasta hluta lóðar, innrétta verslunarrými á 1. hæð austan undirgangs og veitingastað í vesturhluta 1. hæðar verslunar- og skrifstofuhúss á lóð nr. 1 við Skipholt. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. mars 2018. EInnig lagðar fram breyttar teikningar frá Arkís, dags. 5. 4 2018 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. apríl 2018.
Erindi fylgir greinargerð um bílastæði dags. 6. mars 2018, greinargerð um burðarvirki frá Lotu ódagsett, samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóðar v/staðsetningar flóttastiga dags. 4. og 5. mars 2018 og greinargerð hönnuðar um breytingar frá fyrra erindi dags. 6. mars 2018.
Jafnframt er erindi BN051113 fellt úr gildi. Gjald kr. 11.000
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Skipholti 3 vegna færslu á brunastiga og liggur samþykki þeirrar fyrir tilfærslunni og fellur því erindið undir 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga.
Samþykkt með vísan til viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.