Fjölbýlishús
Skipholt 1
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 837
15. september, 2021
Annað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 10. september 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. september 2021 þar sem sótt er um leyfi til að hækka um eina hæð og innrétta 34 íbúðir, byggja svalir á götuhlið og svalagangur á garðhlið, gera sameiginlegar þaksvalir og garð á baklóð við hús á lóð nr. 1 við Skipholt. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. september 2021.
Erindi fylgir bréf hönnuðar dags. 25. maí 2021, greinargerð Lotu vegna burðarvirkis ódagsett ásamt því að lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. mars 2021. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 16. júlí 2021 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. júlí 2021. Einnig fylgir bréf skipulagsfulltrúa dags. 19. júlí 2021. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 3. september 2021 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. september 2021. Einnig fylgir bréf skipulagsfulltrúa dags. 6. september 2021. Stækkun: xx ferm. Eftir stækkun: 3.501 ferm., 10.479,8 rúmm. B-rými: 375,5 ferm. Gjald kr. 12.100
Svar

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. september 2021 samþykkt.