Fjölbýlishús
Skipholt 1
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 608
4. nóvember, 2016
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. september 2016 þar sem sótt er um leyfi til að byggja 4. hæð ofaná og 5. hæð yfir hluta húss, sameina í einn matshluta og innrétta gististað í flokki IV, teg. hótel, með 84 herbergjum fyrir 170 gesti í verslunar- og skrifstofuhúsi á lóð nr. 1 við Skipholt. Erindi var grenndarkynnt frá 4. október til og með 1. nóvember 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Rúnar Björgvinsson, dags. 8. október 2016, Gísli Jónsson f.h. PK akitektar ehf., dags. 17. október 2016, Vilma Kinderyte, dags. 22. október 2016, Jóhanna Cortes Andrésdóttir, Theodóra Thoroddsen, Drífa Nadía Mechiat og Mark Anthony Rodriguez, dags. 28. október 2016, Unnur Egilsdóttir og Þorsteinn Þorsteinsson, dags. 30. október 3016, Gísli Guðni Hall hrl., frá Mörkinni lögmannsstofu f.h. 37 íbúða ehf. , dags. 31. október 2016 og Nína Kristjánsdóttir, dags. 31. október 2016.
Erindi fylgir bréf hönnuða, greinargerð um ábyrgðarsvið hönnuða dags. 10. maí 2016, brunahönnun frá EFLU síðast uppfærð í september 2016, greinargerð I vegna hljóðvistar dags. í maí 2016 og greinargerð frá Lotu um burðarvirkishönnun ódagsett. Einnig útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 19. ágúst 2016 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. ágúst 2016. Stækkun: 540,2 ferm., 2.095 rúmm. Eftir stækkun, A-rými: 3.478,4 ferm., 10.809,8 rúmm. B-rými: 121,3 ferm., 856,4 rúmm. C-rými: 156,1 ferm. Gjald kr. 10.100
Svar

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.