Fjölbýlishús
Skipholt 1
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 834
27. ágúst, 2021
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24. ágúst 2021 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi BN051113 þannig að innréttaðar verða 34 íbúðir í stað hótels, byggðar svalir á götuhlíð og svalagangur á garðhlið, ofanábygging að Stórholti er felld út og í staðinn gerðar sameiginlegar þaksvalir og garður á baklóð við hús á lóð nr. 1 við Skipholt.
Erindi fylgir bréf hönnuðar dags. 25. maí 2021, greinargerð Lotu vegna burðarvirkis ódagsett ásamt því að lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. mars 2021.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 16. júlí 2021 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. júlí 2021. Einnig fylgir bréf skipulagsfulltrúa dags. 19. júlí 2021. Stækkun/minnkun frá eldra erindi: xx ferm. Eftir stækkun/minnkun, A-rými: 3.501 ferm., 10.479,8 rúmm. B-rými: 375,5 ferm.
Gjald kr. 12.100
Svar

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.