Lögð fram umsókn Sigurðar Hallgrímssonar, mótt. 30. desember 2015, varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.172.2 vegna lóðanna nr. 32B og 34B við Laugaveg. Í breytingunni felst að byggja tengibyggingu úr gleri ofan á hluta þaks byggingarinnar, á lóð nr. 32B við Laugaveg, við lóðarmörk í suðaustur, að rífa og endurbyggja eins hæðar skúrbyggingu við lóðarmörk lóðarinnar nr. 34B við Laugaveg til suðurs. Einnig verði leyft að rífa þrjár hæðir af núverandi turnbyggingu við lóðarmörk til suðvesturs. Þess í stað verði leyft að byggja ofan á endurbyggða fyrstu hæð tveggja hæða tengibyggingu sem tengir saman Laugaveg 34A og Laugaveg 34B, samkvæmt uppdr. Arkþings ehf., dags. 17. desember 2015.
Svar
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra. Vakin er athygli á að erindið fellur undir gr. 7.5. í Gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1111/2014 vegna kostnaðar við skipullagsvinnu o.fl.