breyting á deiliskipulagi
Laugavegur 32B
Síðast Vísað til verkefnisstjóra á fundi fyrir 8 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 571
29. janúar, 2016
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
‹ 417160
417622
Fyrirspurn
Á fundi skipulagsfulltrúa 15. janúar 2016 var lögð fram umsókn Sigurðar Hallgrímssonar, mótt. 30. desember 2015, varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.172.2 vegna lóðanna nr. 32B og 34B við Laugaveg. Í breytingunni felst að byggja tengibyggingu úr gleri ofan á hluta þaks byggingarinnar, á lóð nr. 32B við Laugaveg, við lóðarmörk í suðaustur, að rífa og endurbyggja eins hæðar skúrbyggingu við lóðarmörk lóðarinnar nr. 34B við Laugaveg til suðurs. Einnig verði leyft að rífa þrjár hæðir af núverandi turnbyggingu við lóðarmörk til suðvesturs. Þess í stað verði leyft að byggja ofan á endurbyggða fyrstu hæð tveggja hæða tengibyggingu sem tengir saman Laugaveg 34A og Laugaveg 34B, samkvæmt uppdr. Arkþings ehf., dags. 17. desember 2015. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 21. janúar 2016 og umsögn Borgarsögusafns Reykjavíkur, dags. 29. janúar 2016. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

101 Reykjavík
Landnúmer: 101469 → skrá.is
Hnitnúmer: 10017539