Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 18. ágúst 2017 var lögð fram fyrirspurn
Ark Studio ehf.
, mótt. 2. ágúst 2017, varðandi sameiningu lóðanna nr. 14A og 14B við Óðinsgötu í eina lóð og að notkun á lóðinni verði skilgreind sem íbúðar og/eða atvinnuhúsnæði og heimilaður verði á lóðinni rekstur gistiheimilis í flokki II. Einnig er lögð fram greinargerð umsækjanda, dags. 1. ágúst 2017. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. ágúst 2017.