(fsp) niðurrif og uppbygging
Holtsgata 5
Síðast Synjað á fundi fyrir 9 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 570
22. janúar, 2016
Synjað
Fyrirspurn
Á fundi skipulagsfulltrúa 27. nóvember 2015 var lögð fram fyrirspurn Önnu Maríu Halldórsdóttur, mótt. 17. nóvember 2015, um að rífa húsið á lóð nr. 5 við Holtsgötu og byggja nýtt innan byggingarreits að hámarki þrjár hæðir, kjallara og ris í samræmi við gildandi deiliskipulag. Húsið væri samliggjandi húsinu á lóð nr. 3 við Holtsgötu. Fyrirspurninni var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 10. desember 2015 og umsögn Borgarsögusafns Reykjavíkur, dags. 21. desember 2015 og umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 20. janúar 2016.
Svar

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags.20. janúar 2016.

101 Reykjavík
Landnúmer: 100407 → skrá.is
Hnitnúmer: 10019742