Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 27. júlí 2018 var lögð fram fyrirspurn Hans Unnþórs Ólasonar dags. 23. júlí 2018 ásamt greinargerð ódags. um að koma fyrir tveimur bílastæðum á lóð nr. 3 við Kárastíg með aðkomu frá Frakkastíg, við bílastæðin yrði komið fyrir hleðslustöð fyrir tvo rafbíla. Byggja yfirbyggða reiðhjólageymslu á lóðinni með grjóthleðslu á langvegg að bílastæðum, koma fyrir yfirbyggðu sorpskýli við gaflvegg Kárastígs 1 og sólpalli næst húsum með aðkomu á báðar hæðir beggja húsa, samkvæmt tillögu ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. ágúst 2018.