breyting á deiliskipulagi
Kjalarnes, Hólaland
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 717
22. febrúar, 2019
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 1. febrúar 2019 var lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 25. janúar 2019 þar sem gerðar eru athugasemdir við deiliskipulagið sem felast í að stofnunin telur deiliskipulagið ekki samræmast Aðalskipulagsi Reykjavíkur 2010-2030, ekki liggi fyrir hvernig veitum verði háttað fyrir lóðina og ekki liggi fyrir umsögn heilbrigðiseftirlits varðandi mögulegar lausnir ef ekki verður hægt að tengjast fyrirliggjandi veitum. Einnig bendir stofnunin á mikilvægi þess að samningar liggi fyrir um aðkomu og sama á við um veitur eftir atvikum. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt bréfi Skipulagsstofnunar dags. 14. febrúar 2019, umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjvíkur dags. 18. febrúar 2019, lagf. uppdr. ASK Arkitekta ehf. dags. 11. september 2018 br. 18. febrúar 2019.
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.