breyting á deiliskipulagi
Skriðustekkur 1-7
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 721
22. mars, 2019
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Valdimars Nielsen dags. 14. mars 2019 ásamt bréfi Mannvirkjameistarans ehf. dags. 11. mars 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Breiðholts I vegna lóðarinnar nr. 1-7 við Skriðustekk. Í breytingunni felst að gerður verður nýr byggingarreitur fyrir viðbyggingu við suðurhlið húss nr. 5 við Skriðustekk. Auk þess verður byggingarreitur fyrir bílgeymslu stækkaður og færður til á lóðinni, samkvæmt uppdr. Mannvirkjameistarans ehf. dags. 5. febrúar 2019.
Svar

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1231/2018

109 Reykjavík
Landnúmer: 111839 → skrá.is
Hnitnúmer: 10017721