Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Kjartans Rafnssonar, mótt. 9. febrúar 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi Vesturhafnar, Örfirisey, vegna lóðarinnar nr. 71-73 við Fiskislóð. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit til norðurs um 7,5 metra, samkvæmt uppdr. Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf., dags. 9. september 2017. Tillagan var grenndarkynnt frá 7. mars til go með 4. apríl 2017. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Jón Steinn Elíasson framkvæmdastjóri Toppfisk ehf., dags. 3. apríl 2017 og Pétur Björnsson, dags. 3. apríl 2017. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. apríl 2017 og er nú lagt fram að nýju.