breyting á skilmálum deiliskipulags
Hverfisgata 100B og 102
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 753
29. nóvember, 2019
Samþykkt
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 1. nóvember 2019 var lögð fram umsókn Gríms Bjarnasonar mótt. 9. nóvember 2017 ásamt bréfi Réttar lögmannsstofu f.h. Gríms Bjarnasonar dags. 9. nóvember 2017 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags reits 1.174.1 vegna lóðanna nr. 100B og 102 við Hverfisgötu. Í breytingunni felst að heimila rekstur gististaðar í flokki II í fasteignunum. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. mars 2018. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 19. júní 2019. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. nóvember 2019.
Svar

Samþykkt með vísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

101 Reykjavík
Landnúmer: 101584 → skrá.is
Hnitnúmer: 10022417