Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Kristjáns Ásgeirssonar, mótt. 23. desember 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda vegna lóðarinnar nr. 2 við Hlíðarenda. Í breytingunni felst breyting á byggingarreit og aukning á byggingarmagni á reit A, samkvæmt uppdr.
ALARK arkitekta ehf.
, dags. 22. desember 2016. Einnig er lagður fram skýringaruppdáttur og greinargerð
ALARK arkitekta ehf.
, dags. 22. desember 2016. Einnig er lagður fram tölvupóstur Jóhanns Halldórssonar f.h. lóðarhafa Hlíðarenda H-reit, dags. 27. apríl 2017, og tölvupóstur Bjarna Más Bjarnasonar f.h. Hlíðarenda 1-7, 28 og 34, dags. 27. apríl 2017, þar sem óskað er eftir framlengingu á athugasemdafresti. Tillagan var auglýst frá 20. mars til og með 15. maí 2017. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Lex lögmannsstofa f.h. NH eigna ehf., dags. 12. maí 2017, Lex lögmannsstofa f.h. Dalhúss ehf., dags. 12. maí 2017 og Jóhann Halldórsson hrl. f.h. O1 ehf. dags. 14. maí 2017.