breyting á deiliskipulagi
Efstasund 67
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 815
9. apríl, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 23. mars 2021 þar sem sótt er um leyfi til að hækka og endurinnrétta rishæð, skipta lóð í tvo sérafnotafletti, framlóð tilheyri eign 0101 og baklóð eign 0001 og eru bílstæði aðskilin frá hverju öðru og er bílastæði 0001 flutt í suð-austur horn lóðar auk þess sem gerð er grein fyrir áður gerðum skúr í norðvestur horni lóðar nr. 67 við Efstasund. Einnig eru lögð fram tvö viðbótarskjöl Alark arkitekta dags 3. mars 2021 og 26. mars 2021 þar sem umsóknin er borin saman við gildandi deiliskipulag. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. apríl 2021.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda dags. 4. febrúar 2021 og samþykki eigenda á Efstasundi nr. 65, 68, 69 og Skipasunds nr. 60 dags. 4. febrúar 2021. Einnig fylgir útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 12. mars 2021, umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. mars 2021 og bréf skipulagsfulltrúa dags. 15. mars 2021. Hækkun rís: 56,5 ferm., 133,6 rúmm. Skúr stærð er : 24,4 ferm., 64,8 rúmm. Gjald kr. 12.100
Svar

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. apríl 2021samþykkt.

104 Reykjavík
Landnúmer: 104995 → skrá.is
Hnitnúmer: 10008578