breyting á deiliskipulagi
Hálsasel 42
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 627
31. mars, 2017
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 24. mars 2017 var lögð fram umsókn Kristjáns Bjarnasonar, mótt. 1. mars 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi Seljahverfis, raðhús við miðsvæði, vegna lóðarinnar nr. 42 við Hálsasel. Í breytingunni felst stækkun lóðar um 1,5 metra breiða ræmu meðfram suðurhlið lóðar á kostnað gangstígs sem liggur þar meðfram lóð, samkvæmt uppdr. Arkitektastofu Austurvallar, dags. 22. febrúar 2017. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Hálsaseli 15,17, 34, 36, 38, 40, 44 og Hjallaseli 19, 29, 31 og 33.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gr. 7.6 í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.

109 Reykjavík
Landnúmer: 112911 → skrá.is
Hnitnúmer: 10012285