breyting á deiliskipulagi
Hálsasel 42
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 712
18. janúar, 2019
Annað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 14. desember 2018 var lögð fram umsókn Kristjáns Bjarnasonar dags. 21. nóvember 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Seljahverfis, raðhús við miðsvæði, vegna lóðarinnar nr. 42 við Hálsasel. Í breytingunni felst að stækka lóð um 1.5 m. breiða ræmu meðfram suðurhlið lóðar á kostnað gangstígs sem liggur þar meðfram lóð, samkvæmt uppdr. Arkitektastofunnar Austurvöllur dags 22. febrúar 2018. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt tölvupósti dags. 15. janúar 2019 og umsögn Veitna dags. 28. apríl 2017.
Svar

Synjað með vísan til umsagnar skipulagsulltrúa dags. 18. janúar 2019.

109 Reykjavík
Landnúmer: 112911 → skrá.is
Hnitnúmer: 10012285