Fjölbýlishús
Lofnarbrunnur 14
Síðast Engar athugasemdir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 672
9. mars, 2018
Annað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 24. nóvember 2017 var lögð fram fyrirspurn Jóns Hrafns Hlöðverssonar mótt. 19. október 2017 ásamt bréfi dags. 18. október 2017 um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 14 við Lofnarbrunn sem felst í að færa gólfkóta íbúðarhæða niður um eina hæð þannig að aðkomuhæð verði inn á 2. hæð, byggja eina og hálfa hæð ofna götuhæðar í stað tvær og hálfa samkvæmt núverandi skipulagi og fjölga íbúðum í húsinu úr átta í ellefu. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. mars 2018.
Svar

Ekki eru gerðar athugasemdir við að umsækjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið, á eigin kostnað, sbr. umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. mars 2018.

113 Reykjavík
Landnúmer: 206089 → skrá.is
Hnitnúmer: 10079559