Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Jóns Guðmundssonar, mótt. 29. ágúst 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Reynisvatnsás vegna lóðarinnar nr. 78-92 við Haukdælabraut. Breytingin felst í því að byggingareitur til norðausturs er stækkaður um 1,2 m, afmörkun lóðarhluta til einkanota húsa nr. 86-92 færist til um 1 m til norðausturs, byggingarmagn miðað við A rými er aukið um 8 m2, fyrir hvert hús, heimilt hlutfall útbygginga við gafl er aukið í 75%, fallið er frá kvöð um kennileiti á byggingum lóðarinnar, fyrirkomulagi bílastæða innan lóðar og í götu er breytt, samkvæmt uppdr. Jóns Guðmundssonar, dags. 23. ágúst 2016. Tillagan var grenndarkynnt frá 7. október til og með 4. nóvember 2016. Eftirtaldi aðilar sendu athugasemdir: Jón Ingi Lárusson, dags. 1. nóvember 2016 og Kristín Sigurey Sigurðardóttir, dags. 4. nóvember 2016. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. nóvember 2016 og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. nóvember 2016.