breyting á deiliskipulagi
Haukdælabraut 78-92
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 7 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 603
30. september, 2016
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. september 2016 var lögð fram umsókn Jóns Guðmundssonar, mótt. 29. ágúst 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Reynisvatnsás vegna lóðarinnar nr. 78-92 við Haukdælabraut. Breytingin felst í því að byggingareitur til norðausturs er stækkaður um 1,2 m, afmörkun lóðarhluta til einkanota húsa nr. 86-92 færist til um 1 m til norðausturs, byggingarmagn miðað við A rými er aukið um 8 m2, fyrir hvert hús, heimilt hlutfall útbygginga við gafl er aukið í 75%, fallið er frá kvöð um kennileiti á byggingum lóðarinnar, fyrirkomulagi bílastæða innan lóðar og í götu er breytt, samkvæmt uppdr. Jóns Guðmundssonar, dags. 23. ágúst 2016. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Haukdælabraut 1, 3, 5, 7, 9, 48, 50, 52, 54,56, 56a, 58, 74, 76, 94 og 108.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gr. 7. 6.gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1111/2014. Grenndarkynning fer fram eftir að greiðsla hefur borist.

113 Reykjavík
Landnúmer: 214815 → skrá.is
Hnitnúmer: 10126287